Litlar tortillur – flottar í veisluna

Litlar tortillur - flottar í veisluna

 • Servings: 2 - 4 tortillur á mann
 • Difficulty: ekki flókið en krefst smá skipulags
 • Print

Uppruni

Það hefur verið mjög vinsælt á heimilinu að undanförnu að vera með litlar tortillur í matinn.  Þá baka ég tortillur, bý til salsa, chilimæjó og avókadósósu.  Bæði hægt að vera með kjúkling eða lambakjöt á milli.  Um daginn var ég með fermingarveislu og bauð upp á litlar tortillur með hægelduðu grísakjöti. Ég undirbjó allt daginn áður nema grísakjötið hægeldaðist yfir nóttina.  Möguleikarnir eru margir og svo er líka alveg upplagt að nota kjötafganga til að setja á milli.

Forvinnsla

Ef tortillurnar eru heimabakaðar má búa þær til daginn áður, setja þær í plastpoka og reyna að lofttæma hann. Geyma í kæli yfir nótt.  Upplagt að búa chilimæjó til daginn áður eða jafnvel nokkrum dögum áður.

Hráefni

Litlar tortillur u.þ.b. 20 stykki – ath. uppskriftina má auðveldlega helminga og þá ætti hún að duga fyrir 3 – 5 

 • 4 dl hveiti
 • 2 dl heilhveiti
 • 1½ tsk lyftiduft
 • 1 tsk salt
 • 2 msk olía
 • 2¾ dl volg mjólk

 

Tillaga 1

Tillaga 2

Verklýsing

Tortillur

 1. Þurrefnum blandað saman í skál. Olíu og volgri mjólk hellt yfir – lítið í einu og blandað saman þannig að úr verði deig. Sett á borð og hnoðað í nokkrar mínútur – raktur klútur lagður yfir  – látið jafna sig í 20 mínútur
 2. Deiginu skipt í 20 – 24 jafna hluta. Bollur mótaðar, rakur klútur lagður yfir og látið jafna sig í 10 mínútur
 3. Hver bolla flött út eða sett í pressutæki (best að hafa klút yfir bollunum á meðan verið er að fletja út). Kökurnar bakaðar jafnóðum.  Einnig er hægt að setja þær inn í raka klútinn eða plastpoka og leggja plastfilmu/bökunarpappír á milli. Kökurnar bakaðar á heitri pönnu eða grilli í u.þ.b. ½ mínútu á hvorri hlið.  Ath. að kökurnar eiga það til að skreppa svolítið saman þegar þær eru settar á pönnuna
 4. Ef borða á kökurnar strax eru þær settar inn í rakan klút/viskustykki – annars verða þær harðar.  Gott að halda þeim volgum með því að setja álpappír yfir eða setja þær í pott og geyma í ofninum á mjög lágum hita.  Ef borða á tortillurnar síðar er best að setja þær nýbakaðar í plastpoka – reyna að ná öllu lofti úr og loka plastpokanum vel en þannig haldast kökurnar mjúkar og góðar fram á næsta dag
 5. Tortillur hitaðar – ef hita þarf margar í einu er gott að setja þær í rakt viskustykki ofan í pott og hita þær í ofninum á u.þ.b. 80°C – getur tekið nokkra stund en þá eru þær allar jafnheitar

 

Tillaga 1

 1. Í tortillurnar er fyrst sett rauðkál, síðan kjötið, salsað og að lokum er chilimajó sprautað yfir
 2. Punkturinn yfir i-ið er svo að kreista yfir úr lime

Tillaga 2

 1. Lambakjötið er piprað og steikt (kjúklingur kryddaður og steiktur)
 2. Í tortillurnar er fyrst sett hvítkál, síðan kjötsneiðar, salsað og að lokum er chilimajó og avókadósósu sprautað yfir

 

Tortillur bakaðar


 

Gott að velgja tortillurnar í potti (með viskustykki) á lágum hita í ofni

Tortillur með hægelduðu svínakjöti

Hægeldað svínakjöt 


 

Fylling: rauðkál, salsa, hægeldað svínakjöt og chilimajó


 

Tortilla með lambakjöti 

Lambakjöt grillað og skorið í þunnar sneiðar

Fylling: hvítkál, salsa, lambakjöt, chilimajó, avókadósósa og mangósalsa

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*