Skagenröra – sænskt rækjusalat

Skagenröra - sænskt rækjusalat

 • Servings: 2 - 3
 • Difficulty: auðvelt
 • Print

Uppruni

Ég fæ mér oft þennan rétt í Svíþjóð enda er hann vinsæll þar. Mér finnst hann bæði góður og svo skemmtilega sænskur.  Oftast er skagenröra borið fram með ristuðu brauði en það er þó ekki heilagt.

Hráefni

 • 350 – 400 g rækjur – þær verða safaríkari ef þær fá að þiðna yfir nótt í kæli (hafa í sigti svo að þær liggi ekki í vökvanum)
 • 1 tsk þurrkað dill
 • 1½ dl majónes
 • 1 msk sítrónusafi
 • 1 msk rauðlaukur – saxaður
 • ½ msk piparrót – rifin fínt (má sleppa)
 • Salt – á hvífsbroddi
 • Aðeins af sinnepi (u.þ.b. ¼ tsk)
 • 1 – 2 dropar tabascosósa

Verklýsing

 1. Rækjur saxaðar gróft
 2. Annað hráefni hrært saman.  Rækjur settar út í – blandað saman
 3. Borið fram með smörsteiktu eða ristuðu brauði og skreytt með dilli.  Gaman að skreyta einnig aðeins með hrognum og sítrónusneið

 

 

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt.

*