Hanna Þóra

Ein helstu áhugamál mín eru matargerð og bakstur og má líklega rekja það til þess að ég var alin upp á miklu matarheimili.  Móðir mín hefur boðið upp á dýrindis mat í gegnum tíðina og jafnframt verið opin fyrir nýjungum.  Í hennar matargerð gætir mjög sænskra áhrifa eftir langa dvöl í Svíþjóð. Afkomendur hennar hafa því alist upp með þessum uppskriftum og hafði oft komið til tals að safna þeim öllum á einn stað.

Auk þess hef ég komið mér upp nokkuð góðu safni af öðrum uppskriftum héðan og þaðan enda mikið eldað á heimilinu.  Oft hefur farið mikill tími í að leita að einhverri uppskrift og stundum án árangurs. Þessi heimasíða er því leið til að koma skipulagi á uppskriftir heimilisins og njóta um leið góðu réttanna hennar mömmu.

Ef aðrir geta nýtt sér þennan gagnabanka þá gleður það mig ♡

Myndlist og keramik

Fyrir utan það að vera áhugamannesjka um matargerð starfa ég á vinnustofu minni Gallerí Hólshraun þar sem ég mála og vinn við keramik.  Ég er hins vegar viðskiptafræðingur og framhaldsskólakennari að mennt en síðasta áratug hefur orka mín farið í að tvinna öll þessi áhugamál saman.  Ég hef sótt fjölda námskeiða hérlendis og erlendis í myndlistinni en á síðasta ári hélt ég mína fyrstu sýningu sem bar heitið Í grænni lautu.

Mataráhuginn og keramikið hefur tengst saman og eru Hönnupottar dæmi um það.  Upphaflega voru pottarnir meira hugsaðir sem brauðpottar en hafa tekið miklum breytingum og um leið eru  notkunarmöguleikar mun fleiri.  Við rennibekkinn fer mesti tíminn í pottagerð en það er líka gott að breyta stundum til og þá finnst mér gaman að renna skálar, vasa, kertastjaka eða bara það sem á hugann í það og það skiptið.

Ég hef gaman af litum og lýsi málverkum mínum sem samblandi af abstrakt og íslenskri náttúru með smávegis af fantasíu.  Allar myndirnar eru ólíuverk sem eru unnin á krossviðsplötum.  Hér má sjá dæmi um verk mín.

Frekari upplýsingar er hægt að fá með því að senda tölvupóst á hanna@hanna.is

 

 

 

 

 

 

9 Comments

 1. hvað með göngu og líkamsrækt? Vantar ekki þann stóra kafla í kynninguna?

 2. Guðjón Arngrímsson

  Ekkert voffa þú veist 🙂

 3. Eygló Jónsdóttir

  Flott síðan þín og allt svo spennandi sem þú ert að gera 🙂 Ps. Þér láðist að nefna að þú værir öflug á tennisvellinum 😉

 4. Jóna Björg Hannesdóttir

  Flott og aðgengileg síða , æðislegt 🙂

 5. Sigmar Arnórsson

  Sæl vertu, mér leist vel á að elda Karrífiskinn þinn en var að spá í hvort það væri ekkert salt í réttinum. Kveðja, Sigmar.

  • Sæll Sigmar,
   Afsakið sein svör – skil ekki alveg en var að sjá þennan póst fyrst núna 🙃. Það passar … hef ekki sett neitt salt í réttinn og fundist það alveg sleppa. Fyrir saltfólkið er upplagt að strá nokkrum kornum yfir 🙂

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*