Steiktur fiskur í raspi a´la Heimir
Uppruni
Þessi uppskrift er í miklu uppáhaldi hjá börnunum og á húsbóndinn heiðurinn af henni.
Hráefni
- 1 kg roðlaus ýsu- eða þorskflök
- Brauðrasp
- Egg
- Krydd eins og hvítlaukssalt, best á allt og/eða sítrónupipar
- Olía/smjör til steikingar
Verklýsing
- Fiskurinn skorinn í hæfilega bita
- Rasp sett í skál og pískað egg í annarri
- Fiskbitunum velt fyrst upp úr eggi og síðan raspinu. Bitunum raðað á bretti eða borðplötu
- Allur fiskurinn kryddaður á báðum hliðum
- Olía sett á pönnu og hún hituð – fiskurinn steiktur á báðum hliðum í u.þ.b. 2 mínútur í töluverðri olíu. Þegar fiskurinn er tilbúinn er hann lagður til hliðar og meira steikt – gott að setja þá meiri olíu
Meðlæti
Hrísgrjón eða kartöflur, remúlaði ásamt salati eins og vetrarsalat.









