Heimagert remúlaði … af hverju ekki?

Auðvelt og gott remúlaði

 • Servings: 2 - 4
 • Difficulty: meðal
 • Print

Uppruni

Mikið af þeim tilbúnu sósum, sem hægt er að kaupa úti í búð, má mjög auðveldlega búa til heima.  Þá vitum við hvað í þeim er og þær geymast margar hverjar mjög vel í kæli.  Ein af þessum sósum er remúlaði.  Margir eiga kannski ekki kapers en það má nota í ýmsa matargerð eins og t.d. kjöt- og fiskrétti og einnig í salat…. það sama má segja um relish.  Svo gaman og gott að búa til sitt eigið remúlaði.

Hráefni

Remúlaði

 • 1 dl sýrður rjómi
 • ½ dl majónes
 • ½ tsk dijon sinnep
 • 1 tsk niðursoðið kapers – saxað
 • ½ skarlottulaukur – saxaður
 • 1 msk fersk steinselja – söxuð
 • ½ tsk sykur
 • Ögn af pipar
 • 2 msk relish
 • Nokkrir dropar af sítrónusafa
 • Salt
 • Karrý á hnífsoddi

 

Verklýsing

 1. Allt hráefni sett í skál og hrært saman

 

Geymist mjög vel í kæli í lokuðu íláti.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*