Rabarbara hvað….

Rabarbarapæ með vanillu

 • Servings: 6
 • Difficulty: meðal
 • Print

Uppruni

Þegar rabarbarauppskeran er í hámarki er upplagt að skella í eitt rabarbarapæ.  Ég nota Hönnupottinn en það má nota form (u.þ.b. 23 cm í þvermál) eða eldfast mót. 

 

Hráefni

Botn

 • 140 g kex eins og t.d. Digestive
 • 40 g smjör

Fylling

 • 2 msk sykur
 • 2 tsk vanillusykur
 • 1 tsk kardimomma
 • ½ tsk engifer
 • 7½ dl rabarbari – skorinn í þunnar sneiðar

Vanillukrem

 • 3 dl rjómi
 • 1 vanillustöng
 • 2 msk sykur
 • 1 tsk vanillusykur
 • 3 egg

Verklýsing

Botn

 1. Ofninn hitaður í 175°C (blásturstilling)
 2. Smjör brætt í potti
 3. Kexið mulið í morteli eða matvinnsluvél og bræddu smjöri blandað saman við þar til blandan verður slétt
 4. Mulningurinn settur í u.þ.b 23 cm form eða Hönnupott með svipað þvermál

 

Fylling

 1. Rabarbarinn skorinn í sneiðar og honum blandað saman við sykur, vanillusykur, engifer og kardimommu. Dreift yfir kexmulninginn og sett inn í ofn á meðan kremið er búið til eða í u.þ.b. 15 mínútur

 

Krem

 1. Vanillustöngin fræhreinsuð
 2. Rjómi, sykur, vanilustöng og fræin sett í pott og suðan látin koma upp
 3. Potturinn tekinn af hellunni og vanillustöngin tekin upp úr. Eggjunum bætt við – pískað saman

 

Samsetning

 1. Potturinn tekinn úr ofninum og kreminu hellt yfir. Bakað í 25 – 30 mínútur í viðbót.  Pæið látið kólna
 2. Flórsykur sigtaður yfir og borið fram með þeyttum rjóma eða vanilluís

 

 

Botn

Fylling

 

Vanillukrem í vinnslu..

 

Vanillustöng fræhreinsuð, fræin og vanillustöngin sett  í rjómablönduna… suðan látin koma upp

 

 

Vanillustöng tekin upp úr og hreinsuð ennþá betur – eggjum hrært saman við


Eftir að hafa  verið í ofninum í fyrra skipti

Fyrir og eftir að hafa verið í ofninum í seinna skiptið

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*