Hvít súkkulaðimús með ástríðu

Falleg í eftirrétt eða á veisluborðið

  • Servings: Fyrir 4 - 6
  • Difficulty: auðvelt
  • Print

Uppruni

Þennan fallega og góða eftirrétt má búa til daginn fyrir veisluna/afmælið.  Best að bíða með berin og skrautið og setja það á samdægurs.  Fjöldi skála er smekksatriðið – þær geta verið frá 1 stórri skál upp í 20 litlar – fer allt eftir því hvort um er að ræða smárétt á veisluborðið eða eftirrétt.  Það getur t.d. verið fallegt að setja í 6 skálar og bera fram sem eftirrétt eða hafa eina stóra skál þannig að hver og einn geti ákveðið magnið.  Hér á ferð er frískandi, fallegur og léttur eftirréttur.    

Hráefni

  • 150 g hvítt súkkulaði – saxað eða dropar frá Nóa Síríus
  • ½ + 2½ dl rjómi
  • 2 eggjarauður
  • ½ msk flórsykur
  • ½ vanillustöng
  • Ávextir: Ástaraldin /passionfruit, jarðarber eða hindber

 

Verklýsing

  1. ½ dl af rjóma settur í pott ásamt fræhreinsaðri vanillustöng – fræin og stöngin (½) sett í rjómann. Hitað að suðu – tekið af hitanum
  2. Vanillustöngin tekin upp úr pottinum og hvítu súkkulaðinu bætt við og hrært saman – látið kólna
  3. Rjóminn (2½ dl) þeyttur  – lagður til hliðar.  (Til að spara uppþvottinn má alveg nota sömu skálina (og þeytara) áfram til að þeyta eggjarauðurnar og flórsykurinn)
  4. Eggjarauður og flórsykur þeytt saman þar til blandan verður létt og ljós.  Súkkulaðiblöndunni blandað varlega saman við með sleikju og síðan þeytta rjómanum
  5. Hvítsúkkulaðimúsin sett í fallegar skálar (eina eða fleiri).  Þægilegt að nota rjómasprautu með stórum stút við það. Látið vera í kæli í a.m.k 3 klukkustundir (mjög fínt að láta standa yfir nótt – þá er betra að setja plastfilmu yfir)
  6. Skreytt með ávöxtum eins og ástaraldinum, hindberjum og/eða jarðarberjum. Einnig er fallegt að skreyta með ferskri myntu eða öðru skrauti… bara um að gera að nota hugmyndaflugið

 

 

Réttinn má hafa í einni skál..

 

 

 

 

 

 

 

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*