Hnetusósa sem má næstum því borða eina og sér
Uppruni
Þessa hnetusósu bý ég oft til og hef með silungi en hana má að sjálfsögðu bjóða upp á með ýmsu öðru eins og kjúklingi eða sumarrúllum. Sósan er svakalega góð og geymist mjög vel í kæli. Oft verður hún bara betri með því að standa aðeins.
Hráefni
- 5 – 6 hvítlauksrif
- 2 skarlottulaukar – skornir gróft
- 1 rauður chilipipar
- 1 tsk paprikuduft
- 1 tsk cumin
- 1 tsk kóríander
- 3½ msk sojasósa
- 1 msk fiskisósa (Fish Sauce – t.d. frá Thai Pride)
- Safi úr 2 límónum (lime)
- 2 msk hunang
- U.þ.b. 3 msk engifer – rifið
- 1 tómatur – vel þroskaður
- 200 g hnetusmjör – gróft
- 250 ml kókosrjómi
- Saltflögur og nýmalaður pipar
Verklýsing
- Allt hráefni nema hnetusmjörið og kókosrjóminn sett í matvinnsluvél eða öflugan blandara og maukað smátt
- Hnetusmjörið sett í pott ásamt maukinu og hitað – hrært saman. (Tilvalið að skola blandarann/matvinnsluvélina með því að hella aðeins af vatni í hann og mixa stutt – hella því svo í pottinn)
- Þegar þetta hefur blandast vel saman er kókosrjóma bætt við og suðan látin koma upp – mikilvægt að hræra jafnóðum svo ekki brenni við botninn. Þegar suðan er komin upp dökknar sósan aðeins. Ágætt að láta sósuna standa og jafna sig í 1 – 2 klukkustundir eða í lokuðu íláti í kæli í 1 – 2 sólarhringa (ekki nauðsynlegt)
Sósan í vinnslu