Þrusu þristarúlluterta – einföld og góð

Fljótleg rúlluterta með þristum

 • Servings: /Magn: 12 sneiðar
 • Difficulty: meðal
 • Print

Uppruni

Áttu von á gestum og hefur knappan tíma? Þá er þrusu þristarúlluterta einfaldlega málið.  Rúllutertur eru almennt sérstaklega þægilegar þar sem bökunartíminn er einungis 5 mínútur.  Í þessari útgáfu er fyllingin þeyttur rjómi og rifnir þristar… einfaldara getur það ekki verið.

Hráefni

Svampbotn

 • 3 egg
 • 1½ dl sykur
 • 1 dl kartöflumjöl
 • 2 msk kakó
 • 1 tsk lyftiduft

 

Fylling

 • 150 – 160 g þristar (10 stk litlir eða 3 stórir)
 • 3 dl rjómi
 • Skraut: Flórsykur og þristakurl

Verklýsing

Svambotn

 1. Ofninn hitaður í 250°C (yfir- og undirhiti)
 2. Egg þeytt með sykri (í hrærivél) þar til blandan er orðin létt og loftkennd
 3. Kartöflumjöli, kakói og lyftidufti blandað saman, sigtað í eggjahræruna og hrært varlega saman við með sleikju
 4. Bökunarpappír smurður með olíu eða köldu smjöri og lagður í ofnskúffu.  Deigið breitt jafnt út á bökunarpappírinn og bakað í 5 mínútur
 5. Kökunni hvolft á smjörpappír.  Mjög gott að strá aðeins sykri yfir kökuna eða á pappírinn, sem hvolfa á yfir, bökunarpappírinn fjarlægður og ofnskúffan sett yfir á meðan kakan kólnar

 

Samsetning

 1. Þristar rifnir niður með rifjárni eða saxaðir
 2. Rjómi þeyttur
 3. Rjómanum dreift yfir kökuna – gott að nota sleikju
 4. Þristaspæninu dreift yfir rjómann
 5. Kakan rúlluð upp – það er fallegt að skreyta með flórsykri og rifnum þristi.  Nokkur fersk ber punta mikið

 

 

 

 

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*