Frískandi og einfaldar sumarrúllur
Uppruni
Hvað er betra en ferskar sumarrúllur nú þegar sumarið er að nálgast? Hver og einn getur gert sína sumarrúllu eftir sínu höfði og valið þá fyllingu sem hugnast best. Þessi uppskrift er útfærsla Hebu en sósan er undir áhrifum frá Mooncake þar sem ég fékk innihaldslýsingu sósunnar. Ég veit að Heba býr oft til satay sósu og býður upp á hana með. Hvort tveggja er mjög gott.
Hráefni
Sesamsósa
- 3 msk fiskisoð
- 1 tsk sesamolía
- 1 msk hunang
- ½ dl salthnetur – muldar í morteli
- 1 – 2 tsk sesamfræ
Sumarrúlla
- Hrísgrjónanúðlur – fást t.d. í Fiska
- Hrísgrjónakökur – fást í FIska
- Ferskt kóriander
- Avókadó – skorið í sneiðar
- Gulrætur – rifnar fínt
- Hvítkál – skorið í mjög þunnar ræmur
- Salat – saxað smáltt
- Rækjur – má sleppa
- Skraut: Limebátar og ferskt kóriander
Verklýsing
Sesamsósa
- Öllu hráefni blandað saman
Sumarrúllur
- Hrísgrjónanúðlur settar ofan í heitt vatn þar til að þær linast – vatnið síað frá
- Hrísgrjónaköku dýpt ofan í volgt vatn þar til hún linast aðeins. Hún er síðan lögð á bretti. Sjá myndband
- Öllum tegundum raðað í miðjuna og kakan rúlluð upp. Sjá myndir og myndband
- Passa að rúllurnar liggi ekki þétt saman – þær eiga þá til að festast saman
- Skreytt með limebáti og kóriander. Sumarrúllu er dýpt ofan í sesamsósu eða satay sósu og síðan bitið í