Muffins – þessar gömlu og góðu

Sígildar muffins

  • Servings: /Magn: 12 - 14 stykki
  • Difficulty: auðvelt
  • Print

Uppruni

Í gegnum tíðina hafa börnin bakað muffins og þá kemur bara ein uppskrift til greina. Hana er að finna í 40 ára gamalli kokkabók heimilisföðurins: Matreiðslubókin mín og Mikka. Uppskriftin er auðveld og alveg tilvalið að leyfa krökkum að spreyta sig á henni. Muffurnar eru góðar einar og sér en einnig má skreyta þær með smjörkremi.

 

Hráefni

  • 50 g smjör – brætt
  • 1 dl sykur
  • 1 egg
  • 3 dl hveiti
  • 2 tsk lyftiduft
  • 1 dl mjólk
  • 1 tsk vanilludropar
  • 12 – 14 pappírsmót/muffinsform
  • U.þ.b. 40 g súkkulaði, dökkt eða ljóst

 

Verklýsing

  1. Ofninn hitaður í 175°C (yfir- og undirhiti)
  2. Sykur og smjör hrært saman. Eggi bætt við – hrært
  3. Mjólk og vanilludropum blandað saman við – hrært
  4. Hveiti og lyftidufti (sigtað) bætt við – blandað saman með sleikju
  5. Deigið sett í pappírsmót eða í muffinsform – hvert form fyllt til hálfs
  6. Bakað neðarlega í ofni í 15 mínútur
  7. Muffurnar látnar kólna ef smjörkrem er sett á

 

 

 

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*