Matseld í einstökum potti
Upphaflega notaði ég leirpottana eingöngu við brauðbakstur og kallaði þá brauðpotta. Með tímanum hafa þeir tekið breytingum og notkunamöguleikar þeirra aukist en hægt er að elda ýmsar kræsingar í pottunum góðu.
Hugmyndin er að hver pottur eigi að sóma sér vel uppi á hillu en um leið að þjóna tilgangi í matargerð. Hver pottur er einstakur þar sem hann er að öllu leyti handrenndur og því geta tveir pottar aldrei orðið alveg eins. Pottana má flokka í þrennt en stærri pottarnir eru tilvaldir til brauðbaksturs og í matreiðslu eins og t.d. elda heilan kjúkling eða úrbeinað lambalæri.
Pottastærð
Lítill pottur stærðin er mismunandi en þeir henta vel fyrir ýmsa smárétti og lítil brauð
Pottur með fjórum hnúðum og flötu loki (h: 15 – 20 cm og þvermál 30 – 35 cm)
Pottur með þremur hnúðum (h: 20 – 30 cm og þvermál 21 – 26 cm)
Pottlok með þremur – fjórum hnúðum má einnig nota sem skál eða disk
Eldað með loki
Uppgufun er lítil sem engin og rétturinn eldast í eigin raka. Kjötið verður safaríkara og á það sérstaklega við þegar eldaður er heill kjúklingur
Bakað í potti
Potturinn er látinn hitna með ofninum. Deigið sett í heitan pottinn og bakast því á hærri hita. Brauðið nær að lyftast betur og heldur fallegri lögun. Ath. Það má snúa pottinum á hvolf og elda í lokinu og nota neðri helminginn sem lok
Eldað án loks
Potturinn er eins og eldfast mót
Pottarnir eru tilvaldir fyrir m.a.
- Brauðbakstur
- Fiskrétti
- Grænmetisrétti og ofnbakað grænmeti
- Heilan kjúkling og úrbeina lambalæri
- Hægeldun
- Heita eftirrétti
- Ostakökur
- Framleiðslu – heldur matnum vel heitum
Uppskriftir fyrir pottana má finna hér
Frekari upplýsingar og hugmyndir um matseld í pottunum má finna á hönnupottar.is
Ég rek Gallerí Hólshraun en það er svo gaman að geta tengt saman mataráhugann og keramikið.
Hægt er að fylgjast með á instagraminu @honnupottar
Frekari upplýsingar um pottana er hægt að fá með því að senda tölvupóst á hanna@hanna.is
Risasnúður eldaður í loki pottsins
Smápottar – í þeim má elda eða nota til að bera fram mat