Karrýfiskur

Karrýfiskur - einfaldur og góður

  • Servings: fyrir 3
  • Difficulty: auðvelt
  • Print

Uppruni

Þessi uppskrift er mjög barnvæn og er hún ofarlega á vinsældarlistanum þegar fiskur er í matinn.  Uppskriftin kemur úr fyrstu bókinni ,,Af bestu lyst“ en hún hefur eitthvað aðlagaðst heimilisfólkinu.

Hráefni

  • 400 g ýsuflök – roðlaus og beinhreinsuð
  • Rúmlega 3 dl soðin hrísgrjón
  • 2,5 dl súrmjólk eða Ab-mjólk
  • 4 msk majónes
  • 2 tsk karrý
  • Salt og pipar
  • 4 msk rifinn ostur

Verklýsing

  1. Ofninn hitaður í 180°C
  2. Hrísgrjón soðin – nema þau leynist í ísskápnum
  3. Súrmjólk, majónes og karrý hrært saman í skál
  4. Fiskurinn skorinn í litla bita
  5. Hrísgrjón sett í eldfast mót og fiskbitunum raðað ofan á – piprað og salti stráð yfir
  6. Sósunni hellt ofan á og rifnum ofsti dreift jafnt yfir
  7. Bakað í ofni í 15 – 20 mínútur

Meðlæti

Borið fram með salati.

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*