Rauðrófusúpa

Rauðrófusúpa/rauðbeðusúpa

 • Servings: fyrir 3-4
 • Difficulty: auðvelt
 • Print

Uppruni

Þessa uppskrift fékk ég hjá Láru vinkonu minni.

Forvinna

Það má alveg baka rauðrófurnar eitthvað áður og einnig laga súpuna sjálfa fyrr um daginn eða daginn áður.

Hráefni

 • 1 msk ólífuolía
 • 1 rauðlaukur – saxaður
 • 1½ tsk cummin
 • 300 -350 g rauðrófur – bakaðar
 • ½ lítri kjúklingasoð eða grænmetissoð
 • 1 dós kókosmjólk
 • 1½-2 msk rifið engifer
 • ½ grænt chili eða örlítið af rauðu currypaste – á hnífsoddi
 • 2 hvítlauksgeirar – pressaðir
 • Salt og pipar
 • Limesafi

Verklýsing

 1. Rauðrófurnar settar inn í 200°C heitan ofn og bakaðar í 1 klukkustund
 2. Olía, hvítlaukur, laukur og cummin sett í pott og hitað á vægum hita
 3. Rauðrófurnar afhýddar og settar í blandara ásamt kjúklingasoði, rifnum engifer, currypaste og blöndunni í pottinum – allt mixað. Einnig má nota töfrasprota
 4. Allt sett í pottinn ásamt kókosmjólk og hitað á meðalhita í 10 -15 mínútur
 5. Smakkað til með pipar, salti og limesafa

Meðlæti

Nýbakað brauð.

Geymsla

Súpan geymist vel bæði í kæli og frysti.

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*