Amerískar pönnukökur – þær allra bestu

Amerískar pönnukökur - þær allra bestu

 • Servings: 4-6 manns
 • Difficulty: auðvelt
 • Print

Uppruni

Sú hefð hefur skapast að amerískar pönnukökur eru hafðar á morgunverðarborðinu þegar einhver í fjölskyldunni á afmæli. Þessa uppskrift fann Heba, dóttir mín, á netinu og þykir hún best. Að vísu er búið að breyta henni aðeins.

Forvinna

Deigið er vel hægt að gera daginn áður og geyma í kæli.

Hráefni

 • 5 dl hveiti
 • 3 tsk lyftiduft
 • 1,5 msk sykur
 • 1/2 tsk salt
 • 5 – 6 dl mjólk
 • 1 egg
 • 3 msk (u.þ.b. 40 g)  brætt smjör
 • 1 tsk vanilludropar

Verklýsing

 1. Hveiti, lyftiduft, sykur og salt sett í skál – gott að sigta hveitið og lyftiduftið saman
 2. Mjólk bætt við og hrært vel saman
 3. Eggi bætt við og hrært vel þar til blandan er orðin kekkjalaus
 4. Smjör brætt
 5. Bætið smjörinu og vanilludropum saman við og hrærið vel
 6. Gott að láta deigið aðeins jafna sig áður en pönnukökurnar eru bakaðar
 7. Berið olíu á pönnuna og bakið pönnukökurnar á meðalhilta.  Það er smekksatriði hversu dökkar þær eiga að vera

Meðlæti

Smjör, hlynsíróp (maple syrup), ostur, sykur, ferskir niðurskornir ávextir eins og jarðarber o.s.frv.

Geymsla

Deigið má geyma í kæli. Pönnukökurnar eru fínar daginn eftir en bestar eru þær nýbakaðar.

IMG_7633

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*