Einföld og fljótleg súkkulaðisósa

Heit súkkulaðisósa

  • Servings: Fyrir u.þ.b. 4
  • Difficulty: auðvelt
  • Print

Uppruni

Þetta er sósa sem mamma hefur gert í áratugi og er hún alltaf jafn vinsæl með ís.

Hráefni

  • 100 g suðusúkkulaði
  • 1 dl matreiðslurjómi / rjómi
  • 1 tsk hunang

Verklýsing

  1. Vatn sett í pott, skál sett ofan á pottinn og vatnið hitað. Varist að láta vatnið bullsjóða þar sem það getur skvetst í skálina og skemmt sósuna.
  2. Suðusúkkulaði brotið í bita og sett í skálina – látið bráðna
  3. Rjóma hrært saman við
  4. Hunangi bætt við

Meðlæti

Ís og ávextir.

IMG_4881

 

IMG_8176

 

IMG_4915

Sósan er góð með ís og ávöxtum – ef til er marengs má mylja aðeins af honum yfir. Hnetumylsna eða krókantmylsna er mjög gott að dreifa yfir 

IMG_4914

 

Sósan er líka góð ofan á tertu

IMG_7638

 

Upplagt að geyma súkkulaðisósuna í krukku í kæli – þannig geymist hún lengur og svo er upplagt að velgja hana í ofninum/örbylgjuofninum

img_0887

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*