Kartöflustrimlar í ofni – einfalt og gott

Kartöfluskífur eða strímlar í ofni

 • Servings: 5 manns
 • Difficulty: auðvelt
 • Print

Uppruni

Í gegnum tíðina hafa nokkrar útfærslur af þessari uppskrift verið á borðum í fjölskyldunni. Ýmist eru kartöflurnar skornar í báta, sneiðar eða í franska kartöflustrimla.

Hráefni

 • 600 g kartöflur
 • U.þ.b. 1 dl af olíu
 • Niðurskornar gulrætur (má sleppa)
 • Pipar og gróft salt

Verklýsing

 1. Ofninn er hitaður í 180°C
 2. Kartöflurnar eru skolaðar og ýmist er hýðið látið vera eða þær flysjaðar ef með þarf
 3. Kartöflurnar skornar niður í báta, sneiðar eða strimla og settar í stóran plastpoka
 4. Olíunni hellt í plastpokann og hann hristur þar til olían nær að þekja allar kartöflurnar
 5. Kartöflunum hellt úr pokanum og í ofnskúffu
 6. Salti og pipar stráð yfir
 7. Ofnskúffan sett inn í ofninn í u.þ.b. 15 mínútur og tekin út aftur
 8. Kartöflurnar látnar standa í 5 mínútur og rótað í þeim með spaða til að losa þær frá botninum
 9. Leikurinn er endurtekinn, 15 mínútur í ofninum, teknar út og látnar standa í 5 mínútur og rótað í þeim
 10. Ef karföflurnar verða fyrr tilbúnar en annar matur í máltíðinni má taka þær út úr ofninum og láta síðan aftur inn u.þ.b. 10 mínútum áður en borðað er. Ekki gleyma þeim þar þá verða þær of dökkar og harðar

Gott með

Þessar kartöflur passa með mörgu til dæmis grillkjötinu og hamborgaranum.

10966756_10206155482950762_78305257_n

img_1206

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*