Dásemdar kókoskúlur

Dásemdar kókoskúlur

 • Servings: 4-6 manns
 • Difficulty: auðvelt
 • Print

Uppruni

Þessi uppskrift hefur fylgt fjölskyldunni lengi og er vinsæl hjá börnunum.

Hráefni

 • 100 g mjúkt smjör
 • 1 dl sykur
 • 3 dl haframjöl
 • 2 msk kakó
 • 1 tsk vanilludropar
 • 2 msk kalt kaffi (má sleppa)
 • Kókosmjöl til að velta kókoskúlunum í

Verklýsing

 1. Allt sett í skál og hrært með sleif
 2. Búnar til litlar kúlur og þeim velt upp úr kókosmjöli. Sniðugt að setja kókosmjöl og kúlurnar í lokað box og hrista það
 3. Kókoskúlurnar settar í frysti

Geymsla

Kúlurnar má geyma í kæli eða frysti.

IMG_8183

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*