Rifsberjakjúlli í potti

Rifsberjakjúklingur - einfaldur og góður

 • Servings: fyrir 6
 • Difficulty: auðvelt
 • Print

Uppruni

Þessi uppskrift kemur úr uppskriftasafni mömmu og er á síðunni undir Rifsberjakjúklingur en hér er hann í annarri útgáfu og nú matreiddur í Hönnupotti.  Kjúklingurinn er eldaður í ofninum að mestu í neðri hluta pottsins en síðan er hann tekinn út og sósan útbúin í heitu pottlokinu. Lokaeldunin fer svo fram í lokinu og þá er neðri hlutinn orðinn að loki.  Skemmtileg og góð tilbreyting á eldamennsku en eins og Drífa dóttir mín hafði að orði … mikið fannst mér skemmtilegt að elda þennan rétt.

Hráefni

 • 1 bakki úrbeinuð kjúklingalæri
 • Krydd eins og t.d. hvítlaukskrydd eða sítrónupipar
 • 1 msk sinnepsfræ
 • 20 – 40 g smjör
 • 2 – 3 pressuð hvítlauksrif
 • ½ dl hvítvín (eða 1 msk sítrónusafi + 2 msk vatn)
 • ½ msk kjúklingakraftur eða 1 kjúklingateningur
 • 2 tsk franskt sinnep
 • 1 tsk rósmarín eða 1 msk ferskt
 • 2 msk rifsberjahlaup
 • 2 tsk sojasósa
 • 2 – 2½ dl matreiðslurjómi eða rjómi
 • 1 dl rifsber (fersk eða frosin)
 • Salt og pipar

Verklýsing

 1. Ofninn hitaður í 180°C (blástur)
 2. Kjúklingalærin krydduð og sett í Hönnupott.  Sinnepsfræjum dreift yfir og lokið sett á pottinn og eldað í ofninum í 30 mínútur
 3.  Á meðan er hráefni fyrir sósuna gert tilbúið.  Þegar 30 mínútur eru liðnar er potturinn tekinn úr ofninum lokið tekið af og sett á borðið (sem skál)
 4. Smjörið sett í heitt lokið ásamt hvítlauknum.  Þar næst er afgangi af hráefnunum í sósuna blandað saman við.  Nú er kjúklingurinn færður í lokið ásamt soðinu, sem hefur myndast, og þegar skálin er tóm er hún sett ofan á.   Nú er sem sagt neðri hlutinn notaður sem lok og potturinn settur aftur inn í ofn í 15 mínútur
 5. Rifsberjum stráð yfir þegar potturinn er tekinn úr ofninum.  Fallegt að skreyta með fersku rósmaríni

Meðlæti

Borið fram með hrísgrjónum og glás af fersku salati.

Hráefni

 

Kjúklingalæri krydduð…

Sósan útbúin í lokinu…

Aftur inn í ofninn í 15 mínútur…

Gott að eiga rifsber í frysti

IMG_6623

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*