Rifsberjakjúklingur – einfaldur og góður

Rifsberjakjúklingur - einfaldur og góður

 • Servings: fyrir 6
 • Difficulty: auðvelt
 • Print

Uppruni

Þessi uppskrift kemur úr uppskriftasafni mömmu. Upplagt að eiga lausfryst rifsber í frysti og nota í þennan rétt.

Hráefni

 • 4-5 kjúklingabringur
 • Smjör til steikingar
 • 2 pressuð hvítlauksrif
 • ½ dl hvítvín (eða 1 msk sítrónusafi + 2 msk vatn)
 • ½ msk kjúklingakraftur eða 1½ msk kjúklingafond – fljótandi
 • 2 tsk franskt sinnep
 • 1 tsk rosmarín
 • 3 msk rifsberjahlaup
 • 2 tsk sojasósa
 • 2½ dl matreiðslurjómi
 • 1 dl rifsber
 • Salt og pipar

Verklýsing

 1. Kjúklingabringur skornar í bita, steiktar í smjöri og lagðar til hliðar
 2. Hvítlaukurinn brúnaður lítillega í smjöri – öllu hráefni nema rifsberjum blandað saman við
 3. Kjúklingabitum bætt við og látið malla í 10 mínútur
 4. Í lokin er rifsberjum stráð yfir rétt áður en rétturinn er borinn fram

Meðlæti

Borið fram með hrísgrjónum, salati og brauði.

Gott að eiga ber í frysti

IMG_6623

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*