Kartöflumúsin hennar mömmu

Kartöflumúsin hennar mömmu

 • Servings: 4 - 5
 • Difficulty: meðal
 • Print

Uppruni

Uppskriftin að kartöflumúsinni kemur úr 40 ára gömlu sænsku kokkabókinni hennar mömmu. Ég hef alist upp við hana og hef því aldrei kunnað að meta sykur í kartöflumús. Eflaust má bæta smá sætu við fyrir þá sem eru vanir henni.

 

Hráefni

 • 1 kg kartöflur
 • 1 – 2 msk smjör
 • 2½ dl heit mjólk (upp að suðu)
 • Salt og hvítur pipar
 • Aðeins af muldu múskati

Verklýsing

 1. Kartöflurnar soðnar (settar í kalt vatn og saltað aðeins – suðan látin koma upp, hitinn lækkaður og soðið í u.þ.b. 20 mínútur).  Karöflurnar má flysja áður en þær eru soðnar eða strax eftir suðu
 2. Mjólk hituð í potti (til að spara uppþvott er gott að nota pott sem hægt er að nota fyrir kartöflumúsina í lokin)
 3. Kartöflurnar eru pressaðar heitar. Smjöri bætt í og hrært saman við.  Heitri mjólkinni bætt við – ath bara litlu í einu á meðan hrært er kröftuglega (best að nota hrærivél)
 4. Kryddað eftir smekk
 5. Mér finnst ágætt að setja kartöflumúsina í lokin í pottinn, sem mjólkin var hituð í, og velgja hana á lágum hita

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*