Bakaðar kartöflur

Bakaðar kartöflur

  • Servings: U.þ.b. ein kartafla á mann
  • Difficulty: auðvelt
  • Print

Uppruni

Engin sérstök uppskrift – bara eitthvað sem hefur þróast.

 

Hráefni

  • Bökunarkartöflur
  • Saltflögur

 

Verklýsing

  1. Hita ofninn í 200° – 225°C
  2. Skola, bursta og þurrka kartöflunar
  3. Pikka þær með gaffli – nokkuð djúpt
  4. Taka bréf af álpappír sem er nægilega stórt fyrir kartöfluna – setja slatta af salti og pakka hverri og einni inn
  5. Kartöflurnar bakaðar í u.þ.b. 2 klukkutíma. Ath. að það getur lekið vökvi úr þeim
  6. Ef kartöflurnar eru tilbúnar á undan öðrum mat er gott að lækka hitann í 90°C og leyfa þeim að vera áfram í ofninum. Eins er hægt að taka álpappírinn af til að hýðið verði stökkt

 

Gott með 

Bakaðar kartöflur eiga mjög vel við marga rétti.  Í Svíþjóð er algengt að borða bakaða kartöflu fylltar með kjúklinga- eða rækjusalati og kallast það scagenröra.

IMG_9154

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*