Helgarbrauð með súkkulaði

Helgarbrauð með súkkulaði

 • Servings: /Magn: 1 brauð
 • Difficulty: auðvelt
 • Print

Uppruni

Fann þessa uppskrift í blaði fyrir mörgum árum. Alltaf vinsælt hjá börnunum.

Hráefni

 • 450 g hveiti
 • 2 tsk sykur
 • 1 tsk salt
 • 1 tsk matarsódi
 • 100 g saxað suðusúkkulaði
 • 3½ dl súrmjólk
 • 1 egg
 • Mjólk til penslunar

Verklýsing

 1. Ofinn hitaður í 200°C (yfir- og undirhiti)
 2. Hveiti, sykri, salti, matarsóda og súkkulaði blandað saman
 3. Súrmjólk og egg sett úr í og hrært saman við
 4. Hnoðað aðeins og kúla mótuð úr deiginu – bætt við hveiti ef með þarf
 5. Deigkúlan sett á smjörpappír og skorinn kross í miðjuna með hnífi
 6. Brauðdeigið penslað með mjólk og bakað í 35 – 40 mínútur (ath að ef það er orðið dökkt má setja álpappír yfir)

Meðlæti

Gott með smjöri.

IMG_0426

No Comments

 1. Anna Stefánsdóttir

  Flottur vefur, til hamingju með hann. Ég á örugglega eftir að nota uppskriftirnar, það verður gaman að fylgjast með framhaldinu. Bestu kveðjur, Anna

  • Takk kærlega Anna,
   Þetta verður svona elífðarverkefni:) Gaman ef þú finnur eitthvað til að prufa og láttu mig endilega vita ef það er eitthvað sem betur má fara.
   Kveðja, Hanna

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt.

*