Niðursoðnar rauðbeður
Uppruni
Nauðsynlegur hluti af jólunum eru rauðrófur og heimagerða lifrarkæfan með uppáhaldsbrauðinu mínu, Brauðinu góða – Gottlandslimpa. Hér kemur uppskriftin að rauðbeðunum hennar mömmu.
Forvinna
Hægt að útbúa snemma í desember.
Hráefni
Rauðrófur
- 1 kg rauðrófur/rauðbeður
- Piparrót
Lögur:
- 3 dl mataredik (Heidelberg)
- 2 dl vatn
- 1 dl sykur
Verklýsing
- Rauðrófur soðnar í u.þ.b. 1 klukkustund
- Hýðið nuddað af með höndum á meðan þær eru heitar (nota hanska)
- Rauðrófur skornar í sneiðar og þeim raðað í krukkur
- 3 – 4 litlir bitar af piparrót settir í hverja krukku
- Lögur útbúinn með því að sjóða saman mataredik, vatn og sykur þar til sykurinn er uppleystur
- Heitum leginum hellt yfir rauðrófurnar og lokið sett strax á. Látið kólna og svo sett í kæli
- Best að geyma í a.m.k. viku í kæli áður en þær eru bornar fram
Geymsla
Geymist mjög vel í kæli.





Pingback: Heimagerða lifrarkæfan hennar mömmu
Sæl hvar kaupir þú þetta edik finn bara þetta hefðbundna í verslunum skiptir máli að það sé þetta edik eða Heidelberg? Kv ein utan af landi
Afsakið, afsakið … var að sjá póstinn frá þér núna🥺 Ég hef notað Heidelberg en mér skilst að það sé erfitt að nálgast það þannig að þá er bara að nota þetta hefðbundna. Væri gama að heyra hvað þú gerðir eða hættir þú bara við að gera rauðbeður?