Litlar pavlovur – tilvaldar í veisluna

Litlar pavlovur – tilvaldar í veisluna

 • Servings: Magn: 40 - 45 stk
 • Difficulty: meðal
 • Print

Uppruni

Þessi uppskrift kemur upphaflega frá Dagnýju en Anna Kristín ákvað að nota hana til að búa til litlar kökur fyrir útskriftarveislu dóttur sinnar. Það tókst alveg glimrandi vel. Ef tími er til er gaman að nota sinn eigin mascarponeost – heimagerður mascarponeostur. Hann er töluvert mýkri og auðveldari í noktun en sá sem maður kaupir.

Forvinna

Marengstoppana má búa til nokkrum dögum áður. Mascarponekremið má einnig búa til eintthvað áður en það er allt í lagi að hafa það í sprautunni yfir nótt – þó er best að útbúa það samdægurs.

Hráefni

Marengstoppar

 • 4 eggjahvítur
 • 175 g sykur
 • 1 msk maísmjöl
 • 1 tsk hvítvínsedik

 

Mascarponekrem

 • 250 g mascarponeostur – láta hann standa aðeins úti áður en hann er notaður – þá verður hann mýkri
 • 1 eggjarauða
 • 50 g flórsykur
 • 1 vanillustöng
 • 2½ dl rjómi

Skraut

 • Ber eins og t.d. hindber, jarðarber eða bláber

Verklýsing

Marengstoppar

 1. Ofn hitaður í 150°C (blásturstilling)
 2. Eggjahvítur þeyttar hálfstífar
 3. Helmingnum af sykrinum bætt út í smám saman og marengs þeyttur í stífa toppa
 4. Hinn helmingurinn af sykrinum hristur með maísmjölinu og hrært (með sleikju) út í þar til blandan er slétt
 5. Ediki bætt í síðast – blandað saman varlega með sleikju
 6. Sett í sprautu og litlir toppar myndaðir á bökunarpappír
 7. Hver plata er bökuð fyrst í 10 mínútur á 150°C og svo er hitinn lækkaður í 120°C og bakað í 5 mínútur. Betra að baka eina plötu í einu þar sem gott er að færa hana neðar í ofninn þegar hitinn er lækkaður og bakað er í síðustu 5 mínúturnar
 8. Eftir þessar 15 mínútur er platan tekin út og hitinn hækkaður aftur í 150°C.  Þegar ofninn hefur náð þeim hita er næsta plata sett inn
 9. Þegar búið er að baka alla toppana er slökkt á ofninum og allar bökunarplöturnar settar inn í hann. Látnar standa þar yfir nótt.  Ath. þegar kökurnar eru nýbakaðar eru þær sléttar og fínar. Þegar þær hafa staðið yfir nóttina krumpast þær aðeins en það er vegna þess að pavlovubotninn er í eðli sínu svolítið mjúkur (ekki stökkur eins og marengs)

Mascarponekrem

 1. Eggjarauða og flórsykur hvítþeytt saman
 2. Vanillustöngin klofin í tvennt, skafið úr henni og vanillukornin þeytt með
 3. Mascarponeostinum hrært varlega í eggjahræruna í skömmtum þar til blandan er slétt. Gæta þess að hræra ekki of mikið (þá getur blandan orðið kornótt)
 4. Rjóminn þeyttur og honum hrært varlega út í síðast – gott að nota sleikjur til að blanda saman
 5. Kremið sett í sprautu (hægt að kaupa einnota sprautur þó að það sé ekki mjög umhverfisvænt)
 6. Kreminu sprautað ofan á hvern topp og skreytt með einu hindberi, bláberi eða jarðarberi.  Það er ekki nauðsynlegt að sprauta kreminu á strax – það má bíða aðeins í sprautunni ef það hentar betur

 

 

Marengstoppar 

 

Topparnir látnir standa í ofninum yfir nótt

 

Mascarponekremið sett ofan á

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*