Heimagerður mascarpone

Heimagerður mascarpone

 • Servings: /Magn: u.þ.b. 600 g
 • Difficulty: meðal
 • Print

Uppruni

Undanfarin ár hefur mamma búið til sinn eigin mascarponeost. Mér fannst þetta hljóma flókið fyrst en svo prófaði ég sjálf og eftir það hef ég margoft gert minn eigin ost. Kosturinn við það er að sá heimagerði er miklu meðfærilegri.  Hann er mjög mjúkur og það er auðvelt að blanda honum saman við rjómann t.d. þegar Tiramisu er búin til.  En eins og með ýmislegt annað þá krefst þetta smá skipulagingar t.d. ef nota á ostinn á laugardegi þarf að hefja verkið á fimmtudegi.

Forvinna

Byrja a.m.k. tveimur dögum áður en nota á ostinn.

Hráefni

 • 5 dl rjómi (36%)
 • 7 dl nýmjólk
 • 2-3 msk nýkreistur sítrónusafi

Mikilvægt að hafa hitamæli við höndina þannig að vökvinn fari ekki yfir suðu – þá verður osturinn kekkóttur

Verklýsing

 1. Vatn hitað í tvöföldum potti þ.e.a.s. vatn sett í stærri pottinn og minni pottur ofan í
 2. Rjómi og mjólk sett í minni pottinn. Hitað í þessum tvöfalda potti að suðu – Ekki láta hitamælinn nema við botninn en samt nálægt honum. Hitað að 90°C
 3. Sítrónusafa bætt út í og sama hita haldið í um 5 mínútur
 4. Potturinn tekinn af hitanum og blandan kæld (í köldu vatni í vaskinum) – látið standa í pottinum í kæli í 8-12 klst. Þá ætti þykkur rjómi að fljóta ofan á
 5. Hellt í sigti með grisju (eða viskustykki) og skál sett undir sigtið. Osturinn látinn standa í kæli í sólarhring og þá er hann tilbúinn. Ekki henda vökvanum (mysunni) sem kemur af ostinum. Tilvalið að nota mysuna í staðinn fyrir vatn í Sólarhringsbrauðinu. Ekki þarf að baka það strax þar sem mysan geymist ágætlega í kæli í einhverja daga
 6. Ostinn er hægt að geyma í lokuðu íláti í kæli í nokkra daga

Gott að nota í

Pavlovu, Tiramisu og Spergilböku með mascraponeosti. Einnig hægt að nota ostinn í ýmsar ostasósur og jafnvel í becamelsósuna í réttinn Lasagna með miklu grænmeti. Mysuna má nota í Sólarhringsbrauðið eða Ciabatta með súrdeigi (Sjá – Bakstur).

Mynd: Verklýsing 1-4

IMG_1783

Mynd: Verklýsing 5

IMG_1780

mascarpone

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt.

*