Aspasbaka með mascarponeosti
Uppruni
Þessi uppskrift kemur frá mömmu.
Forvinnsla
Hægt er að gera deigið og botninn daginn áður.
Hráefni
Botn
- 125 g hveiti
- 55 g maisenamjöl
- Smá salt
- 1 msk sykur
- 100 g smjör skorið í litla bita
- 1 eggjarauða
- 2 msk vatn
- 1 msk balsamedik
- 10 g smjör
Fylling
- 400 – 500 gr ferskur aspas (grænum spergli) eða ein dós af niðursoðnum aspas
- 250 g marcarpone- eða ricottaostur – hægt að nota heimagerðan mascarpone
- 6 basilblöð – söxuð
- 1,5 dl rjómi
- 1 egg
- Salt
- Cayennepipar
- 4 – 5 sneiðar parmaskinka
Verklýsing
Botn
- Hveiti, maisenamjöli, salti, sykri og smjöri hnoðað saman
- Eggjarauðu, vatni og balsamediki bætt við og hnoðað saman
- Deigið látið standa í kæli a.m.k. klukkustund
- Ofninn hitaður í 180°C (blástur með undirhita)
- Pæform smurt með 10 g af smjöri – ekki hliðarnar
- Deigið flatt út á hveitistráðu borði og sett í pæformið – í botn og upp kantana á forminu. Botninn pikkaður með gaffli
- Örk af bökunarpappír sett yfir – farg, sem þolir hita, sett ofan á og skelin bökuð í 10 mínútur
Fylling
- Skorið neðst af stilkum spergilsins og hann gufusoðinn í 15 mínútur – ef notaður er ferskur spergill
- Látið renna af sperglinum og kólna
- Basilblöðin söxuð
- Marcarponeostinum, basil, rjómanum, eggi, salti og cayennepipar hrært saman
- Ostablöndunni hellt í pæskelina. Parmaskinku og spergli raðað ofan á
- Bakað a.m.k. í 30 mínútur við 180°C (blástur með undirhita)
- Fallegt að skreyta með fersku basil
Meðlæti
Borið fram heitt eða volgt og gott að hafa ferskt salat með.
Geymsla
Geymist vel í kæli.
Ef aspasinn er langur er betra að skera hann í tvennt – á meira við þegar notaður er ferskur aspas
Hér hefur parmasanskinkan verið skorin/rifin niður í litla bita og sést því minna