Kryddlegnar kindalundir

Kryddlegnar kindalundir

 • Servings: 12 manns
 • Difficulty: auðvelt
 • Print

Uppruni

Þessi uppskrift kemur frá mömmu. Þennan rétt er tilvalið að eiga í frysti.

Forvinnsla

Kindalundirnar verða að vera minnst 2 sólarhringa í kæli.

Hráefni

Kindalundir

 • 600 – 800 g kindalundir eða kindafile
 • 3 tsk salt
 • 1 tsk timjan
 • 1 tsk rósapipar
 • 1 tsk svartur pipar úr kvörn
 • 1 tsk villijurtablanda frá Pottagöldrum

Rósmarín sósa

 • 1 dós sýrður rjómi (18%)
 • 1 tsk rósmarín
 • 1 msk hunang
 • 1 tsk dijon sinnep
 • salt og pipar

Verklýsing

Kindalundir

 1. Öllu kryddi blandað saman (rósapiparinn steyttur)
 2. Kjötinu raðað á fat og blöndunni dreift jafnt á báðar hliðar
 3. Plast sett yfir og látið standa í sólarhring í kæli, þá er kjötinu snúið við og látið standa í annan sólarhring í kæli
 4. Gott að setja í frysti þar sem þægilegt er að skera þunnar sneiðar þegar frost er í lundunum – athuga að lundirnar séu aðskildar þegar þær eru frystar þannig að þær festist ekki saman

Rósmarín sósa

 1. Öllu blandað saman
 2. Gott er að gera sósuna aðeins áður – þá verður hún betri

Meðlæti

Borið fram með klettasalati en einnig er gott að strá yfir t.d. ristaðar furuhnetur eða granatepli.

IMG_2551

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt.

*