Pavlova

Pavlova

  • Servings: 7 - 9 manns
  • Difficulty: miðlungs
  • Print

Uppruni

Frábær uppskrift frá Dagnýju vinkonu sem er alltaf jafngóð.

Forvinnsla

Hægt að gera botninn nokkrum dögum áður. Einnig þarf að gera mascarponeostinn nokkrum dögum áður ef hann á að vera heimagerður (sjá uppskrift: Heimagerður mascarpone).

Hráefni

Marengsbotn

  • 4 eggjahvítur
  • 175 g sykur
  • 1 msk maísmjöl
  • 1 tsk hvítvínsedik

 

Mascarponekrem

  • 250 g mascarponeostur
  • 1 eggjarauða
  • 50 g flórsykur
  • 1 vanillustöng
  • 2½ dl rjómi

Verklýsing

Marengsbotn

  1. Ofn hitaður í 150°C (yfir- og undirhiti)
  2. Eggjahvítur þeyttar hálfstífar
  3. Helmingnum af sykrinum bætt út í smám saman og marengs þeyttur í stífa toppa
  4. Hinn helmingurinn af sykrinum hristur með maísmjölinu og hrært (í höndum) út í þar til blandan er slétt
  5. Ediki bætt í síðast
  6. Bakað í springformi (24 – 26 cm) með bökunarpappír á botninum og sett á grind í ofninn
  7. Eftir 10 mín. er hitinn lækkaður í 120°C
  8. Bakað í 1 klst. og látið standa í ofninum yfir nótt

 

Mascarponekrem

  1. Betra er ef íslenski mascarponeosturinn er nýr þannig að það sé auðveldara að nota hann. Stundum fer hann í kekki. Til þess að koma í veg fyrir það er betra að taka hann úr kæli nokkrum klukkustundum áður
  2. Eggjarauða og flórsykur eru hvítþeytt saman
  3. Vanillustöngin er klofin í tvennt, skrapað úr henni og vanillukornin þeytt með
  4. Mascarponeostinum hrært varlega í eggjahræruna í skömmtum þar til blandan er slétt. Gæta þess að hræra ekki of mikið þá getur blandan orðið kornótt
  5. Rjóminn er þeyttur og honum hrært varlega út í síðast
  6. Marengsbotninn er settur á hvolf á kökudisk og mascarponekremið sett ofan á. Skreytt með berjum eða ávöxtum eftir árstíð

Marengsbotn í vinnslu

 

Mascarponekrem í vinnslu

 

Pavlova – hver kaka er ein og hálf uppskrift


IMG_0539

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*