Skyrlova

Skyrlova

  • Servings: 8 - 10 manns
  • Difficulty: auðvelt
  • Print

Uppruni

Frábær uppskrift og alls ekki síðri en Pavlovan.  Þessi er auk þess töluvert fljótlegri. Á myndinni er tertan á veisluborði og uppskriftin helmingi stærri – (sjá tölur í sviga)

Forvinnsla

Botninn þarf að baka daginn áður þar sem hann þarf að standa í ofninum yfir nótt. Einnig er hægt að gera botninn nokkrum dögum áður en þá hef ég geymt hann í kæli.

Hráefni

Marengsbotn

  • 4 eggjahvítur (6)
  • 175 g sykur (260 g)
  • 1 msk maísmjöl (1½)
  • 1 tsk hvítvínsedik (1½)

Skyrfylling

  • ½ lítri rjómi (¾)
  • 1 stór dós KEA vanilluskyr (1½)
  • Ber sem henta hverjum árstíma til skreytingar

Verklýsing

Marengsbotn

  1. Ofn hitaður í 150°C (yfir- og undirhiti)
  2. Eggjahvítur þeyttar hálfstífar
  3. Helmingnum af sykrinum bætt út í smám saman og marengs þeyttur í stífa toppa
  4. Hinn helmingurinn af sykrinum hristur með maísmjölinu og hrært (í höndum) út í þar til blandan er slétt
  5. Ediki bætt í síðast
  6. Bakað í smelliformi (24 – 26 cm) með bökunarpappír á botninum og sett á grind í ofninn (u.þ.b. 24×35 cm form fyrir stærri uppskriftina)
  7. Eftir 10 mín. er hitinn lækkaður í 120°C
  8. Bakað í 1 klst. og látið standa í ofninum yfir nótt

Skyrfylling

  1. Þeytið rjómann
  2. Bætið skyrinu varlega saman við rjómann
  3. Marengsbotninn settur á kökudisk og fyllingin ofan á hann
  4. Skreytt með ávöxtum og berjum


Þeyttum rjóma og skyri blandað saman

IMG_4311

 

IMG_5940

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*