Home » Mascarpone með jarðarberjum og basil

Mascarpone með jarðarberjum og basil

Mascarpone með jarðarberjum og basil

  • Difficulty: auðvelt
  • Prenta

Uppruni

Fékk þennan eftirrétt hjá Önnu, vinkonu minni, og þótti hann sérlega góður og öðruvísi.  Ekki spillti fyrir að hann er bæði einfaldur og fallegur. Bauð frænda mínum upp á þennan eftirrétt einu sinni og að máltíð lokinni heyrðist: Úff, þetta var skrítin samsetning – afar vondur eftirréttur.  Svona er smekkurinn misjafn.

Hráefni

Magn af hráefni er háð smekk – sumum finnst gott að hafa mikið af balsamic-ediki en aðrir vilja að hafa minna.

Verklýsing

  1. Jarðarber skorin í bita og blandað saman við balsamic-edik – látið liggja örlitla stund
  2. Gott að nota skeið til að búa til kúlu úr mascarpone í miðjuna á diski eða í skál
  3. Jarðarberjum raðað í kring og ofan á ostinn. Balsamic-ediki hellt yfir
  4. Basil skorið niður og dreift yfir

31032009 149

Viltu skilja eftir athugasemd?

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*