Mascarpone með jarðarberjum og basil
Uppruni
Fékk þennan eftirrétt hjá Önnu, vinkonu minni, og þótti hann sérlega góður og öðruvísi. Ekki spillti fyrir að hann er bæði einfaldur og fallegur. Bauð frænda mínum upp á þennan eftirrétt einu sinni og að máltíð lokinni heyrðist: Úff, þetta var skrítin samsetning – afar vondur eftirréttur. Svona er smekkurinn misjafn.
Hráefni
Magn af hráefni er háð smekk – sumum finnst gott að hafa mikið af balsamic-ediki en aðrir vilja að hafa minna.
- Jarðarber
- Balsamic-edik
- Basil
- Marscarpone – heimagerður marscarpone
Verklýsing
- Jarðarber skorin í bita og blandað saman við balsamic-edik – látið liggja örlitla stund
- Gott að nota skeið til að búa til kúlu úr mascarpone í miðjuna á diski eða í skál
- Jarðarberjum raðað í kring og ofan á ostinn. Balsamic-ediki hellt yfir
- Basil skorið niður og dreift yfir




