Ciabatta – súrdeigsbrauð

Ciabatta - súrdeigsbrauð

 • Servings: /Magn: 8-10 brauð
 • Difficulty: meðal
 • Print

Uppruni

Uppskriftina fann ég í sænsku blaði og er þetta brauð alveg sérstaklega gott. Þegar ég baka það nota ég hvítan súrdeigsgrunn.

Forvinna

Ef útbúa þarf súrdeigsgrunn þarf að hefja undirbúning a.m.k. 5 – 10 dögum áður – hægt að nota: heimagerðan súrdeigsgrunn með eplum eða súrdeigsgrunn – til að baka súrdeigsbrauð, súrdeigsgrunnur með hunangi

Hráefni

 • 300 g súrdeigsgrunnur (u.þ.b. 3 dl)
 • 2½ dl volgt vatn
 • Tæplega 3 tsk þurrger
 • 1 msk olía
 • 1½ tsk salt
 • 5-6 dl hveiti
 • Olía til að pensla á borðplötuna
 • Hveiti til að strá á borðplötuna

Verklýsing

 1. Öllu hráefni blandað saman og hnoðað í hrærivél í u.þ.b. 8-12 mínútur – deigið er smá klístrað og svolítið teygjanlegt
 2. Deigið sett í skál með viskustykki ofan á (eða plastfilmu) – látið hefast í 2 klukkutíma
 3. Olíu penslað á borðplötu og deigið sett ofan á. Dragið deigið varlega í ferning – hann lagður saman þrefaldur (sjá mynd fyrir neðan). Endurtekið 2-3 sinnum
 4. Lagt aftur í skálina og látið hefast í 20 mínútur – liður 3 endurtekinn tvisvar
 5. Deigið lagt á hveitistráð borð og skipt niður í jafna 8-10 parta – partarnir eru u.þ.b. 12 x 6 cm að stærð
 6. Brauðin sett í ofnskúffu með bökunarpappír og hveiti strá yfir – viskustykki látið ofan á. Látið hefast í 25 mínútur (það hefur ekki komið að sök þó að ég hafi sleppt þessari hefingu)
 7. Ofninn hitaður í 250°C og ofnskúffa látin hitna með í ofninum
 8. Brauðinu rennt með bökunarpappírnum yfir á heitu ofnskúffuna og bakað í 10 -15 mínútur

 

Geymsla

Brauðið er frábært nýbakað en er líka gott daginn eftir. Má frysta.

Mynd: Verklýsing 1 – 3

IMG_1762

Mynd: Verklýsing 4 og 5

IMG_1763

Mynd: Sum brauðin voru aðeins of lengi í ofninum en mörgum finnst það bara betra – þau verða svolítið stökk.

IMG_1748

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*