Heimagerður súrdeigsgrunnur með eplum – tekur þrjá daga

Heimagerður súrdeigsgrunnur með eplum - tekur þrjá daga

 • Servings: /Magn: rúmlega 300 g
 • Difficulty: meðal
 • Print

Uppruni

Uppskriftin er úr sænsku blaði. Eplin flýta fyrir súrdeigsgrunnferlinu.

Hráefni

 • 100 g flysjað epli – rifið gróft
 • 2 dl vatn
 • 3½ dl brauðhveiti

Verklýsing

 1. Dagur 1 – 3. Hræra saman hráefninu í skál – setja plastfilmu yfir og hræra daglega
 2. Dagur 3. Súrdeigsgrunnur ætti að vera tilbúinn til notkunar – loftbólur farnar að myndast og lyktin eins og af sætum ávexti.  Gott að gera flotpróf til að vera viss um að súrdeigsgrunnurinn sé tilbúinn (sjá – Súrdeigsgrunnur)

Ábending í lokin:

 Ef súrdeigsgrunnurinn flýtur ekki í flotprófinu þá er hann ekki tilbúinn. Stundum þarf hann lengri tíma og þá er bara að mata hann með 1 msk af hveiti og 1 msk af volgu (ekki heitara en 37°C) – blanda vel saman og setja plastfilmu yfir. Hræra létt – aðeins tvisvar yfir daginn – láta nokkrar klukkustundir líða á milli. Daginn eftir er hægt að gera flotprófið aftur, hræra svolítið í blöndunni og mata jafnvel aðeins meira.

Hægt að nota það sem eftir er af súrdeigsgrunninum og auka hann til að nota seinna í bakstur

Það er gert á eftirfarandi hátt:

 1. 1 dl af vatni og 1 dl af hveiti bætt við – hært saman. Geymt í lokaðri krukku eða skál með plastfilmu
 2. Sett í kæli og geymt í tvo daga. 1. liður síðan endurtekinn
 3. Hægt að láta súrdeigsgrunninn standa úti yfir nótt og er hann þá tilbúinn.  Einnig er hægt að hafa hann áfram í kæli og nota eftir 2 – 4 daga. Þegar bakað er úr honum má taka aftur hluta frá og endurtaka leikinn – sjá nánar Súrdeigsgrunnur

 

Mynd: Verklýsing 1-2

IMG_1765

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*