Sítrónusmjör – auðvelt

Sítrónusmjör - Lemon Curd

 • Servings: /Magn: 4-5 dl
 • Difficulty: auðvelt
 • Print

Uppruni

Þessa uppskrift fann ég á netinu fyrir löngu síðan en ég hef breytt henni eitthvað. Sítrónusmjör má nota í eftirrétti, á marengskökur, innan í rúllutertu, á vöffluna eða ofan á ristað brauð. Það er algjör óþarfi að kaupa tilbúið sítrónusmjör þar sem það er einfalt að búa þetta til…. og enn þá betra ef notaðar eru lífrænar sítrónur

Hráefni

 • 1,5 dl sykur
 • 2 egg
 • 2 lífrænar sítrónur – börkurinn rifinn
 • U.þ.b. 1 dl ferskur sítrónusafi (safinn úr sítrónunum)
 • 50 g smjör

Verklýsing

 1. Sykur, egg, sítrónubörkur og sítrónusafi sett í pott. Hrært stöðugt í með þeytara á meðalhita þar til blandan fer að þykkna
 2. Þegar blandan er orðin þykk – svipuð og bearnesesósa – er hún tekin af hitanum og smjörinu bætt við – hrært
 3. Þegar smjörið hefur bráðnað og blandast saman við er sítrónusmjörið sett í glerkrukku með loki og sett í kæli.  Geymist a.m.k. í viku í kælinum – jafnvel lengur

 

IMG_1764

 

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt.

*