Grilluð hörpuskel með beikoni og döðlum

Grilluð hörpuskel með beikoni og döðlum

 • Servings: 1-2 pinnar á mann
 • Difficulty: meðal
 • Print

Uppruni

Fékk þennan forrétt hjá Önnu Rún – hann er alveg sérstaklega góður.

Forvinna

Ef hörpuskelin er frosin er gott að láta hana þiðna í ísskáp yfir nótt. Hægt er að útbúa pinnana eitthvað áður.

Hráefni

Hörpuskel – pinnar

 • 3 meðalstórar hörpuskeljar á hvern pinna (sjá verklýsingu)
 • 2 döðlur á pinna
 • Beikon
 • Sherry
 • Hunang

Salatdressing

 • Ólífuolía
 • Balsamik edik
 • Safi úr sítrónu
 • Púðursykur eða hlynsýróp
 • Hvítlaukur
 • Smá whole grain mustard
 • Skvetta af góðri sojasósu
 • Salt og pipar

Samsetning

 • Salat
 • Peckanhnetur/valhnetur
 • Seasamfræ

Verklýsing

Hörpuskel – pinnar

 1. Best er að nota millistærð af hörpuskel en hún fæst mjög sjaldan. Þessar litlu eru of smáar og þær stóru þarf oft að skera í tvennt. Betra að hafa döðlur og hörpuskel í svipaðri stærð annars brenna döðlurnar/hörpudiskurinn áður en allt er tilbúið á grillinu
 2. Sherry og hunangi blandað saman í skál –  ekki of mikið. Betra að bæta við ef með þarf en hörpuskelin getur verið blaut og þynnt blönduna (ráð að láta hörpuskelina liggja á eldhúspappír áður en henni er velt upp úr Sherryblöndunni)
 3. Hörpuskelinni velt upp úr Sherryblöndunni
 4. Beikoni (1/2 – 1 ræma) vafið utan um  hörpuskelina og sett á grillpinnann. Þá er sett ein steinlaus daðla á pinnnann og síðan koll af kolli. Þrjár beikonvafðar hörpuskeljar og tvær döðlur á hverjum pinna

Salatdressing

 1. Hráefnum blandað saman. Hlutföllin eru meira tilfinning en hitt. Smakka til

Samsetning og grill

 1. Pinnarnir settir á heitt grillið og þeir grillaðir í u.þ.b. 2 mínútur á hvorri hlið – háð stærð hörpuskelja og hita á grillinu
 2. Salat sett á disk, salatdressingu hellt yfir, hnetum og seasamfræjum stráð yfir
 3. Grillpinnanum tyllt á salatið og ögn af salatdressingunni hellt yfir

 

 

FullSizeRender[3]

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*