Sólarhringsbrauð

Sólarhringsbrauð

 • Servings: 4 – 6 manns
 • Difficulty: auðvelt
 • Print

Uppruni

Þessa uppskrift fann ég í Fréttablaðinu fyrir nokkrum árum og hef mikið notað. Hún er ótrúlega auðveld og þægileg. Fljótlegri en ferð í bakaríið. Bara að muna að leggja í brauðið kvöldið áður.

Forvinna

Þarf að gera kvöldið áður.

Hráefni

 • 380 g hveiti (ef 1½ uppskrift þá 570 g)
 • ¼ tsk þurrger (ef 1½ uppskrift þá 0,4 tsk)
 • 1½ tsk salt (ef 1½ uppskrift þá 2,25 tsk)
 • 380 ml volgt vatn (ef 1½ uppskrift þá 570 ml)

 

Verklýsing

 1. Hveiti, þurrgeri og salti blandað saman í skál
 2. Volgu (alls ekki of heitu, frekar aðeins kaldara) vatni blandað saman við og hrært varlega
 3. Breiðið plastfilmu yfir skálina og látið standa yfir nótt
 4. Hitið ofninn í 250°C (yfir- og undirhiti)
 5. Smyrjið emaléraðan stálpott eða leirpott með olíu. Það er betra að láta pottinn hitna með ofninum og setja deigið í heitan pottinn
 6. Látið deigið í pottinn og bakið í 30 mínútur. Hægt að strá t.d. birkifræjum eða sesamfræjum yfir brauðið áður en lokið er sett á
 7. Ágætt að taka lokið af síðustu 5 mínúturnar til þess að fá fallegan lit á brauðið.  Fyrir þá sem vilja hafa það dökkt má brauðið vera 5 – 10 mínútur í viðbót í ofninum en fylgjast þarf vel með svo að það brenni ekki

Geymsla

Brauðið geymist vel í nokkra daga en gott er að sneiða það niður og frysta.

Bakað í leirpotti

IMG_7744

Bakað (1½ uppskrift) í stórum emiléruðum potti – þá flest það meira út og verður þynnra 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*