Kraumandi kartöfluskúffa

Kraumandi kartöfluskúffa

 • Servings: 4 - 5 manns
 • Difficulty: auðvelt
 • Print

Uppruni

Þessi uppskrift kemur frá Frú Sigríði.

Hráefni

 • 500 – 600 g kartöflur
 • 2,5 – 3 dl matreiðslurjómi
 • U.þ.b. 80 g rifinn ostur t.d. Mozarellaostur
 • Niðurskorinn hakkaður laukur (má sleppa)
 • Salt og pipar

Verklýsing

 1. Kartöflur skolaðar og flysjaðar ef með þarf
 2. Ofninn hitaður í 180°C
 3. Kartöflur skornar  í þunnar sneiðar og settar í smurt eldfast mót
 4. Niðurskorinn eða hakkaður laukur settur yfir (má sleppa)
 5. Matreiðslurjóma hellt yfir
 6. Ostinum er að lokum dreift yfir
 7. Kryddað með salti og pipar
 8. Kartöfluskúffan sett í ofninn og látin vera í u.þ.b. 45 mínútur. Til að forðast að kartöfluskúffan brenni má setja álpappír yfir þegar fallegur litur er kominn á hana.  Ef notaður er Hönnupottur er upplagt að nota lokið.
 9. Ef kartöfluskúffan er fyrr á ferðinni en annar matur í máltíðinni má kippa henni út úr ofninum og láta síðan aftur inn 15-20 mínútum áður en borðað er

Gott með

Þessi réttur passar vel með grilluðu kjöti. Það er óþarfi að búa til sósu með matnum þegar karftöfluskúffa er á borðum.

 

 

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*