Fljótlegar og góðar brauðbollur

Einfalt og fljótlegt

 • Servings: 8-12 brauð
 • Difficulty: mjög auðvelt
 • Print

Uppruni

Sérstaklega gott brauð sem kemur frá Eriku en allt sem frá henni kemur er gott. Það spillir ekki fyrir hvað það er fljótlegt – jafnvel fljótlegra en að fara í bakaríið.

Hráefni

 • 1 bréf þurrger (ca. 12 g)
 • ½ lítri mjólk
 • 1 msk hunang
 • 1 tsk salt
 • 10 – 13 dl hveiti – hægt að minnka það magn  og setja gróft korn, heilhveiti eða spelt í staðinn

Verklýsing

 1. Þurrger og salt sett í skál
 2. Mjólk og hunang hitað (37°C) og hellt í skálina.  Hrært í með sleikju (Gerbakstur – góð ráð)
 3. Hveitinu er svo bætt við og hnoðað saman. Deigið er frekar blautt ef  notaðir eru 10 dl hveiti
 4. Gott að strá hveiti yfir. Setjið rakan klút yfir skálina og látið deigið hefast í 1 klukkustund á stað þar sem ekki er trekkur
 5. Setjið ofninn á 225°C u.þ.b. 15 mínútum áður en deigið er búið að hefast
 6. Eftir klukkustund ætti það að hafa tvöfaldað stærð sína.  Klípið í deigið með hreinum höndum. Þá er deigið klippt í sundur með skærum og sett á bökunarpappír
 7. Bakið í u.þ.b. 5 – 10 mínútur

Geymsla

Brauðið er ágætt daginn eftir og geymist vel í frysti bara ekki of lengi.

 

 

IMG_8422

IMG_2961

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*