Skakki kjöthleifurinn

Skakki kjöthleifurinn - svikinn héri

 • Servings: 6 - 8 manns
 • Difficulty: auðvelt
 • Print

Uppruni

Þessi uppskrift kemur frá mömmu og er alltaf jafnvinsæl hjá ungu kynslóðinni.

Hráefni

Kjöthleifur

 • 1200 g hakk (½ svína- og ½ nautahakk)
 • Rúml. 2 dl rasp
 • 4 dl mjólk
 • 3 tsk salt
 • 2 – 3 tsk pipar
 • 1 – 2 egg
 • 1 bréf af beikoni
 • Fryst grænmeti t.d. maís og/eða grænar baunir
 • 1½ – 2 kg hráar kartöflur

Sósa

 • 6 – 7 dl soð.  U.þ.b. 2 msk af kjötkrafti (svína-, nauta- eða lambakrafti)
 • 3 – 4 msk sósuþykkni (t.d. brúnn jafnari frá Maizena ) eða 1 dl hveiti og  1½ dl vatn (hrist – vatn sett á undan)
 • 2 – 3 dl matreiðslurjómi, rjómi eða nýmjólk
 • Pipar, salt og sæta eins og t.d. rifsberjasulta
 • Þurrkaðir sveppir (t.d. Kóngssveppur mulinn í morteli eða klipptir niður) – gefur gott bragð en má sleppa
 • Sigtað soð af kjöthleifnum

Verklýsing

Kjöthleifur

 1. Mjólk og rasp blandað saman í hrærivélarskál og látið standa í 10 mínútur
 2. Ofninn hitaður í 180°C
 3. Hinu hráefninu bætt við í skálina og hrært saman
 4. Sett í ofnskúffu og mótað eins og brauðhleifur
 5. Beikoni raðað yfir
 6. Kartöflum raðað í kring
 7. Bakað í rúman klukkutíma
 8. Gott að setja smá vatn í lokin í skúffuna
 9. Kjöthleifurinn settur á bretti

 

Sósa

 1. Vatn hitað að suðu og kjötkrafti (svína-, nauta- eða lambakrafti) bætt við
 2. Ef hveiti og vatn er notað til að þykkja er vatn sett í hristiglas og hveiti bætt út í – hrist
 3. Potturinn er tekinn af hellunni og hveitiblöndunni hellt í pottinn í mjórri bunu um leið og hrært er í með pískara. Ef sósujafnari er notaður er honum bætt við soðið og hrært með pískara
 4. Hiti settur undir pottinn aftur og hrært í þar til sósan fer að þykkna
 5. Rjóma eða nýmjólk bætt við
 6. Bragðbætt með salti, pipar, sætu eins og t.d. rifsberjasultu
 7. Gott að setja soðið, sem rennur af kjöthleifnum, í sósuna. Einnig má sigta soðið, sem kemur úr ofnskúffunni, og nota það

Meðlæti

Borið fram með fersku salati.  Sumum finnst betra að hafa hrísgrjón með þessum rétti. Þá minnkar kartöflumagnið sem því nemur.

Geymsla

Kjöthleifurinn geymist vel í ísskáp og sómir sér vel með öðrum afgöngum.

  

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*