Fljótlegur og góður döðluréttur

Fljótlegur og góður döðluréttur

 • Servings: 8 manns
 • Difficulty: auðvelt
 • Print

Uppruni

Þessi uppskrift er tekin úr Fréttablaðinu og hefur henni aðeins verið breytt.

Hráefni

 • 250 g döðlur
 • 1 banani
 • Rúmlega 1 dl tröllahafrar eða venjulegt haframjöl
 • 30 g kókosolía
 • Rúmlega ½ dl kókosmjöl
 • Rúmlega ½ dl möndlur eða hnetur
 • Rjómi
 • Box af jarðarberjum
 • Kakónibbur eða suðusúkkulaði

Verklýsing

 1. Döðlurnar settar í pott ásamt smá vatni og hitaðar þar til þær verða mjúkar
 2. Döðlurnar maukaðar og banani stappaður og settur í pottinn
 3. Tröllahöfrum bætt við
 4. Kókosolían hituð í vatnsbaði og bætti við blönduna
 5. Maukið sett í skál
 6. Hakkið möndlur/hnetur og setjið ofan á maukið
 7. Stráið kókosmjöli yfir
 8. Þeytið rjómann og dreifið yfir
 9. Skerið niður jarðarber og setjið yfir
 10. Að lokum er kakonibbum eða hökkuðu suðusúkkulaði stráð yfir

Annað

Það er einnig gott að dreifa granataeplum yfir eða öðrum ávaxtabitum sem til falla.

IMG_8156

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*