Fljótlegur og góður döðluréttur

Fljótlegur og góður döðluréttur

  • Servings: 8 manns
  • Difficulty: auðvelt
  • Print

Uppruni

Þessi uppskrift birtist fyrir mörgum árum í Fréttablaðinu og kemur þaðan.  Breytti henni aðeins og setti hana hér inn til vonar.  Góður eftirréttur sem er aðeins í hollari kantinum.

Hráefni

  • 250 g döðlur
  • 1 banani
  • Rúmlega 1 dl tröllahafrar eða venjulegt haframjöl
  • 30 g kókosolía
  • Rúmlega ½ dl kókosmjöl
  • Rúmlega ½ dl möndlur eða hnetur – saxaðar
  • Rjómi
  • Box af jarðarberjum
  • Kakónibbur eða suðusúkkulaði

Verklýsing

  1. Döðlurnar settar í pott ásamt smá vatni og hitaðar þar til þær verða mjúkar
  2. Döðlurnar maukaðar og banani stappaður og settur í pottinn
  3. Tröllahöfrum, kókosmjöli og  möndlum/hnetum blandað saman við
  4. Kókosolían hituð í vatnsbaði og bætt við blönduna
  5. Maukið sett í eina stóra skál eða 8 – 10 minni
  6. Þeytið rjómann og dreifið yfir (eða sprautað með rjómasprautu)
  7. Skerið niður jarðarber og setjið yfir
  8. Að lokum er kókosflögum, kókosmjöli og/eða rifnu suðusúkkulaði stráð yfir

Annað

Það er einnig gott að dreifa granataeplum yfir eða öðrum ávaxtabitum sem til falla.

Maukið sett í margar skálar….

… eða eina stóra skál

 

 

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*