Gerbakstur – góð ráð

Gerbakstur - góð ráð

  • Difficulty: auðeldast í heimi þegar maður kemst yfir byrjunarerfiðleikana.
  • Print

Gerbakstur – góð ráð

  • Pressuger er kælivara og fæst það í flestum stórmörkuðum. Nær undantekningarlaust er hægt að ganga að því í kælinum í Fjarðarkaupum.  Þurrger fæst í öllum matvöruverslunum
  • Ef notað er pressuger er gott að mylja það í skálina, bæta hluta af vökvanum saman við og hræra þar til gerið leysist upp
  • Betra er að nota brauð- og pizzuhveiti frekar en venjulegt hveiti við gerbakstur
  • Til þess að finna rétta hitastigið á blöndunni er ráð að dýfa olnboganum aðeins ofan í – ef sami hiti er á blöndunni þá er hann nálægt 37°C
  • Vökvi, sem leysir upp gerið, má ekki vera of heitur. Ef vökvinn er yfir 37°C þá eyðileggst gerið og engin hefing verður. Ef blandan er kaldari (mikið undir 37°C) hægir það á hefingunni og baksturstíminn lengist
  • Mikilvægt er að setja klút (viskustykki) ofan á skálina í hefingu. Betra er að hafa klútinn rakan eða spreyja yfir hann vatni úr spraybrúsa
  • Það skiptir máli að allt hráefnið sé við stofuhita. Kalt egg – beint úr ísskápnum – getur haft áhrif á hefingu (hægir á hefingu)
  • Látið hefast á stað þar sem ekki er of svalt eða getur verið trekkur.  Ekki hafa opna glugga nálægt deiginu eða hafa það nærri blæstri sem getur komið frá ofninum. Ef sólin skín er tilvalið að láta hana skína á klútinn. Eins má nýta hita sem kemur frá ljósi
  • Athugið að deig í hefingu þolir illa hreyfingu og hristing og er það best geymt á rólegum stað. Ef á að pensla fyrir bakstur (eins og t.d. snúða) þá þarf að muna að pensla varlega/laust
  • Hægt er að geyma deig í kæli t.d. ef afgangur er af pizzudeigi.  Þá hægist á hefingu en um leið og deigið kemur aftur í stofuhita hefst hefing á ný.  Pizzudeig verður oft viðráðanlegra eftir að hafa verið geymt í kæli
  • Það er ágætis ráð að skola skálar og fylgidót, þar sem brauðdeig hefur verið í, með köldu vatni fyrst áður en það er þvegið. Ef notað er heitt vatn klístrast deigið meira og festist frekar í uppþvottaburstanum

 

IMG_8338

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*