Fléttubrauð

Fléttubrauð

 • Servings: /Magn: eitt brauð
 • Difficulty: meðal
 • Print

Uppruni

Ég man ekki hvaðan ég fékk þessa uppskrift. Brauðið er frekar þétt í sér – alveg ágæt tilbreyting frá germeiri brauðum.

Hráefni

 • 15 g pressuger (6 g þurrger)
 • 3 dl mjólk
 • 500 g hveiti
 • 1½ tsk salt
 • 2 msk sykur
 • 60 g mjúkt smjör
 • 1 egg

Verklýsing

 1. Smjör og mjólk hitað í potti 37°C (Gerbakstur – góð ráð)
 2. Þurrefnum blandað saman í skál og mjólk hellt út í
 3. Hrært með sleif og deigið sett á hveitistráð borð – hnoðað
 4. Deigið sett aftur í skálina og látið hefast í rúma klukkustund á volgum stað
 5. Deiginu skipt upp í þrjár lengjur – fléttað
 6. Egg pískað og brauðið penslað
 7. Ofninn hitaður í 220°C (yfir- og undirhiti) – brauðið látið standa á meðan ofninn er að hitna
 8. Bakað neðarlega í ofninum í 30 – 40 mínútur. Gott að fylgjast með að brauðið verði ekki of dökkt – þá er gott að setja álpappir yfir það. Brauðið er tilbúið ef það heyrist holur hljómur þegar bankað er í það

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*