Kjúklingaleggir – einfalt að elda
Uppruni
Fann þessa uppskrift í sænsku blaði og vakti hún mikla lukku á heimilinu – ekki spillir fyrir hversu einföld og fljótleg matreiðslan er.
Hráefni
- 8-12 kjúklingaleggir
- 3-4 msk ólífuolía
- 3 msk Herbes de Provence (t.d. frá Pottagöldrum)
- Saltflögur og nýmalaður pipar
Verklýsing
- Ofninn hitaður í 200°C
- Kjúklingaleggirnir settir á ofnplötu og olíu hellt yfir. Helmingnum af kryddinu stráð yfir leggina – þeim snúið við og kryddað
- Leggirnir settir í heitan ofn í rúmlega 15 mínútur – þá er þeim snúið við og þeir látnir vera í ofninum rúmlega 15 mínútur í viðbót eða þangað til þeir eru steiktir í gegn
- Sniðugt að taka bút af bökunarpappír, vefja utan um endana og hnýta með snæri eða teygju
Meðlæti
Hrísgrjón eða kúskús t.d. Himneskt kúskús með grænmeti.
Geymsla
Geymist í kæli í nokkra daga. Kjúklingaleggirnir eru mjög góðir daginn eftir – hitaðir eða jafnvel kaldir.