Heimagerð tómatsósa

Heimagerð tómatsósa

 • Servings: /Magn: u.þ.b. 1,5 lítri
 • Difficulty: auðvelt
 • Print

Uppruni

Uppskriftin kemur úr sænsku blaði. Börnunum á heimilinu þykir tómatsósa mjög góð og þykir mér stundum nóg um hvað þau ausa yfir matinn. Mig hefur lengið langað til að búa til mína eigin tómatsósu þar sem mér þykir betra að vita hvað í henni er.  Það var því ánægjulegt hvað börnunum þótti þessi góð og er stefnan að eiga alltaf heimatilbúna tómatsósu inni í kæli.

Hráefni

 • 1 gulur laukur – fínsaxaður
 • 1 msk grænn pipar
 • 2 hvítlauksrif – fínsöxuð
 • 1 chili – fræhreinsað og fínsaxað
 • 3 lárviðarlauf
 • 1 klípa mulinn negull
 • 1 kanilstöng
 • 2 msk olía
 • 1½ kg tómatar – niðurskornir vel þroskaðir og/eða maukaðir tómatar frá Sollu – 3 krukkur
 • 1½ dl eplaedik
 • 2½ dl dökkur muscovadosykur ( fæst t.d. í Fjarðarkaupum)
 • 2 dl tómatpúrra
 • 1 tsk salt

Verklýsing

 1. Laukur steiktur á lágum hita í potti með olíunni – ekki láta laukinn verða dökkan heldur meira glæran. Grænpipar, lárviðarlaufum, negul og kanilstöng bætt við
 2. Tómatarnir settir út í og látið malla aðeins saman
 3. Eplaediki, sykri, tómatpurré og salti bætt við – suðan látin koma upp og soðið á vægum hita án loks í u.þ.b. 45-60 mínútur – hrært í öðru hvoru
 4. Kanilstöng og lárviðarlauf tekið upp úr og maukið sett í matvinnsluvél – sett í hreinar flöskur eða krukkur

Geymsla

Tómatsósan geymist vel og lengi í kæli.

Liður 1 – 3. Áður en tómatsósan er maukuð

IMG_1922

2 Comments

 1. Sæl
  Hvað geymist hún c.a. lengi?

  • Sæl Steinunn,
   Það er svolítið langt síðan að ég bjó hana til síðast en ef ég man rétt þá geymdi ég hana alveg í 2 vikur í kæli.
   Kveðja,
   Hanna

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*