Smáborgarar – litlir hamborgarar

Smáborgarar - litlir hamborgarar

 • Servings: 33 stk
 • Difficulty: auðvelt
 • Print

Uppruni

Hugmyndin er sú sama og mamma er með í pítubrauðunum – þó örlíitð breytt.

Forvinna

Hægt að útbúa hamborgarana daginn áður og geyma í kæli. Hamborgarabrauðin eru best nýbökuð en ef tíminn er naumur kemur sér vel að eiga þau í frystinum. Þá er gott að taka þau út nokkrum klukkutímum áður en borðað er og hita þau aðeins á grillinu. Beikonið má alveg steikja í ofni daginn áður og það sama gildir með annað meðlæti eins og BBQ sósu og Piparrótarsósu – allt hægt að gera nokkrum dögum/degi áður. Þá er bara eftir að grilla hamborgarana, hita beikonið í ofni og skera niður grænmetið.

Hráefni

Hamborgarar

 • 1 kg blandað hakk (svína og nauta eða bara nautahakk)
 • 2 laukar – mjög smátt saxaðir (má sleppa)
 • Pipar

Hugmyndir að meðlæti

Verklýsing

 1. Hakkinu blandað saman við laukinn og kúlur mótaðar – u.þ.b. 40 g hver. Hver og ein sett í hringmót (sjá mynd) og glasi þrýst á
 2. Hamborgarnir lagðir á disk og þegar diskurinn er þakinn er plastfilma lögð yfir og búið til nýtt lag
 3. Ef beikon er í boði er gott að grilla það í ofni á 180°C í u.þ.b. 10 mínútur – fylgjast með. Ræmunum snúið við. Þegar beikonið er tilbúið er gott að leggja það á eldhúsbréf til að minnka fituna. Skorið í bita. Gott að setja beikonið í lítið eldfast mót og hita aðeins í ofni áður en það er borið fram
 4. Hamborgarinn er grillaður í u.þ.b. 2-3 mínútur á hvorri hlið – smekksatriði hve mikið hann á að vera steiktur
 5. Allt sett á borðið og hver og einn velur sér meðlæti eftir smekk

IMG_2329

IMG_2112

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*