Frískandi piparrótarsósa

Frískandi piparrótarsósa

  • Servings: /Magn u.þ.b. 4 dl
  • Difficulty: auðvelt
  • Print

Uppruni

Þessi sósa er heimatilbúin og er hún góð á hamborgara með sultuðum rauðlauk. Sósan er mjög bragðsterk með rifnu piparrótinni en hægt er að sía hana frá með sigti og þá verður hún mildari.

Forvinna

Sósuna er gott að laga daginn áður og láta hana standa yfir nótt í kæli.

Hráefni

  • 3 dl grísk jógúrt eða sýrður rjómi
  • ½ – ¾ dl majónes
  • Nokkrir dropar tabascosósa
  • 1 tsk hunang
  • Nokkrir dropar af Worschestersósu
  • Nokkrir dropar af sojasósu
  • 4 – 5 msk rifin piparrót (rifið fínt)
  • 1 msk græn piparkorn (niðursoðin) – smátt söxuð
  • Salt og pipar
  • Ef sósan er síuð: 1 tsk græn piparkorn (niðursoðin)

Verklýsing

  1. Sýrður rjómi/grísk jógúrt og majones hrært saman
  2. Piparrót sett út í ásamt söxuðum grænum piparkornum
  3. Worsestersósu, soja, hunangi og tapascosósu hrært saman við og látið standa í 1 – 2 klukkustundir eða í kæli yfir nótt
  4. Þeir sem vilja að rifna piparrótin síist frá (þá verður ekki eins sterk) geta hellt sósunni í sigti og bætt síðan við teskeið af piparkornum – smátt söxuðum

Geymsla

Geymist ágætlega í kæli.

 

Ósíuð piparrótarsósa

 

Síuð piparrótarsósa 

IMG_2029

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*