Gómsæt súkkulaðikaka – óbökuð

Gómsæt súkkulaðikaka - óbökuð

 • Servings: fyrir 8-10
 • Difficulty: auðvelt
 • Print

Uppruni

Hér á árum áður bauð ég oft upp á þessa köku og þá bæði í afmælum og sem eftirrétt. Uppskriftin er af gömlu íslensku uppskriftaspjaldi.

Forvinna

Þessi kaka þarf að standa í kæli í sólarhring. Hana má líka frysta.

Hráefni

Botn

 • 2 msk hunang
 • 75 g smjör
 • 250 g hafrakex

Fylling

 • ¾ dl sterkt kaffi
 • 400 g suðusúkkulaði
 • 3 msk appelsínulíkjör (Cointreau) /4 msk ferskur appelsínusafi
 • ½ l rjómi

Skraut

 • 1 msk kakó
 • Ávextir

Verklýsing

Botn

 1. Kexið mulið. Smjör og hunang brætt – öllu blandað saman og þrýst ofan í lausbotna tertumót (24 cm þvermál). Sett í kæli

Fylling

 1. Súkkulaði brætt í vatnsbaði (skál sett yfir pott með heitu vatni). Heitu kaffi hellt út í og blandað vel saman á vægum hita
 2. Appelsínusafa/appelsínulíkjör (Cointreau) bætt saman við – Skálin tekin af pottinum og kæld í u.þ.b. 5 mínútur
 3. Rjómi þeyttur og honum blandað varlega saman við súkkulaðið í áföngum. Fyrst einum þriðja og síðan afganginum – hrært í þar til blandan verður jöfn.
 4. Blöndunni hellt í tertumótið og það sett í kæli í sólarhring

Skreyting

 1. Kakan tekin úr forminu og sett á kökudisk. Kakói sigtað yfir kökuna og skreytt með berjum

Meðlæti

Borið fram með þeyttum rjóma.

IMG_2181

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*