Góð kokteilsósa - passar líka vel á hamborgarann
Uppruni
Heimatilbúin sósa sem Heimir gerir þegar grillaðir eru hamborgarar.
Forvinna
Ágætt að laga hana aðeins á undan og leyfa henni að standa.
Hráefni
- 1 sýrður rjómi
- 125 ml majónes
- 2 msk tómatsósa – gott að nota Heimagerða tómatsósa
- 1 msk sætt sinnep
- 1 tsk sojasósa
- Kryddað með Garlic Pepper, Seasoned salt og blönduðum pipar (peppercorn medley grinder)
Verklýsing
Allt hráefni sett í skál og hrært vel saman.