Límonaði – gott og svalandi

Límonaði - gott og svalandi

 • Servings: /Magn: u.þ.b. 1½ lítri
 • Difficulty: auðvelt
 • Print

Uppruni

Þessi uppskrift kemur úr sænskri bók og hef ég oft búið til þennan frískandi drykk. Góð tilbreyting í veislum eða á góðum heitum, sumardegi.

Forvinna

Blöduna er hægt að laga eitthvað áður en sódavatni er blandað saman við rétt áður en drykkurinn er borinn fram.

Hráefni

Grunnur

 • 2 dl vatn
 • 1 dl sykur
 • Safi úr 3 sítrónum eða 4 lime

Annað hráefni

 • Rúmlega 1 lítri sódavatn
 • Sneiðar af lime eða sítrónu
 • Klaki

Verklýsing

Grunnur

 1. Vatn hitað að suðu og sykur settur út í – hrært þar til sykurinn er uppleystur
 2. Sítrónu- eða limesafa bætt við – gott að láta aldinkjötið fylgja með
 3. Látið kólna

Annað

 1. Grunnurinn settur í könnu ásamt klaka, sítrónu- eða limesneiðum og sódavatni

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*