Uppáhalds kúskús með grænmeti

Uppáhalds kúskús með grænmeti

 • Servings: fyrir 4 - 6
 • Difficulty: auðvelt
 • Print

Uppruni

Þessi uppskrift er heimatilbúin. Hún varð til við eina tiltektina í ísskápnum og lukkaðist það vel að hún hefur verið notuð aftur og aftur.

Forvinna

Hægt að steikja grænmetið eitthvað áður. Það tekur síðan örstutta stund að sjóða kúskúsið og blanda öllu saman.

Hráefni

 • 2½ dl kúskús
 • 2½ dl vatn
 • 3 msk olía
 • 1 tsk salt
 • 3-4 gulrætur
 • 2 vorlaukar
 • 2 hvítlauksrif
 • Rúmlega ½ dl fetaostur
 • Olía til steikingar
 • Slurkur af klettasalati

Sósa

 • ½ tsk edik
 • 1 tsk olía
 • Salt og pipar

Verklýsing

 1. Vorlaukur og hvítlaukur saxaðir smátt og steiktir á lágum hita
 2. Gulrætur saxaðar í mjög smáa bita og bætt saman við. Látið malla á meðalhita í 20 mínútur
 3. Kúskús soðið: Vatn hitað að suðu. Olíu og salti bætt við ásamt kúskús – tekið af hellunni og hrært í reglulega í 5 mínútur
 4. Kúskús, gærnmeti og fetaosti blandað saman
 5. Klettasalati bætt við í lokin

Sósa

 1. Ediki og olíu blandað saman ásamt salti og muldum pipar
 2. Hrært saman við kúskússalatið

Meðlæti

Á vel við allskyns kjöt og grillmat. Mér finnst gott að bera það fram t.d. með kjúklingalærum – Kjúklingaleggir – einfalt að elda.

IMG_1901

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*